Sagan
Það var búið að vera í undirbúning að skrá lið til leiks í utandeild í dágóðan tíma og fremstur í flokki var Láki okkar. Því miður féll Þorlákur Ingi frá 27. desember 2020 og því var stofnað lið í hans nafni til minningar um sannan vin sem fór frá okkur alltof snemma.
Þorlákur Ingi var orkubolti sem vildi allt gott fyrir alla. Mikill gleðigjafi og góður vinur. Hann var viss um það alla sína ævi að hann hafði verið höfrungur í fyrra lífi og því kom ekkert annað til greina en höfrungur sem merki félagsins.
Eftir að hafa sigrað utandeildina 2 ár í röð og stanslausar æfingar þá var tekin sú ákvörðun að lyfta þessu á hærra plan og taka þátt í 5.deild KSÍ 2024.
2022
7. mars 2022: Fyrsta æfing Þorlákur FC. (Mæting: Siggi T, Siggi D, Birkir, Breki, Alli, Kalli, Hrannar, Jónas, Bjarni)
20. september 2022: Boladeildar meistarar.
22. nóvember 2022: Íþróttafélagið Þorlákur stofnað.
2023
24. ágúst 2023: Boladeildar meistarar.
2024
6. janúar: Þáttökutilkynning í 5.deild samþykkt.
22. febrúar: Heimasíðan í loftið.
3. mars: Gervigrasið fyrir utan Kórinn samþykktur heimavöllur
11. apríl: Samþykktir í ÍSÍ.
4. maí: Þorláksveisla á Geitinni.
12. Maí: Fyrsti leikur í 5.deild.
24. ágúst: Tímabilið klárast. 11 stig í 16 leikjum.
2025
9. janúar: Forsetavöllurinn á Álftanesi nýr heimavöllur
19. maí: Tímabilið fer af stað.